5.7.06 |
Sumarbústaðarferð, blóðmaurar og íssssssssSíðustu helgi fórum við í ferðalag. Hanna og Axel buðu okkur með í sumarhús sem fjölskylda Axels á í Skerjagarðinum. Húsið er á Djurö sem er í um klukkutíma fjarlægð frá okkur. Gummi var pínu á því að hann þyrfti nú að vera í bænum til að horfa á fótboltann en mér tókst að sannfæra hann um að koma með þar sem að hann hélt að það væri nothæft sjónvarp í sveitinni. Þegar á staðinn var komið gleymdist eiginlega bara fótboltinn. Skerjagarðurinn hér við Stokkhólm er náttúrulega bara með flottari stöðum sem finnast, sérstaklega þegar það er 25 stiga hiti og næstum logn. Húsið sem við gistum í er alveg við vatnið og rétt hjá er lítil vík með bryggju þar sem þau höfðu lítinn bát og svo var hægt að baða þar. Fyrir utan húsið var lítill pallur með borði og stólum og þar gátum við borðað hádegismat, kvöldmat og morgunmat.![]() Ragnhildi fannst ekki leiðinlegt að komast úr borginni. Verst var að hún fékk einhver leiðinda útbrot og fékk því ekki að baða eins og við hin. Hún fékk nú samt að dýfa táslunum aðeins ofaní vatnið. ![]() ![]() ![]() ![]() Ég hef loksins byrjað á að setja inn júnímyndir. Fyrstu umferð má sá hér. Við tókum svo óhugnarlega mikið af myndum í júní að það er bara ekki hægt að setja þær í eina möppu. Ég gerði því eina með heimsókn ma&pa og Ingvars og mun svo kannski jafnvel gera nýja möppu við eitthvað gott tækifæri, kannski á laugardaginn þar sem veðurfræðingarnir spá þrumuveðri. Skemmtilegt að segja frá því að þá hefur Ragnhildur lært að segja nokkuð nothæft orð í sumarhitanum. Hún kann að segja íssssss og segir það nokkuð oft. Einnig reynir hún oft að opna frystinn og kallar þetta merkilega orð í leiðinni. Mér finnst hún ekki leggja eins ákveðna merkingu í orðið mamma en er engu að síður ógó stolt af nammigrísnum mínum Skrifað 10:11 e.h. af Sveinbjörgu |
template © elementopia
| image © istockphoto
|