26.6.06 |
Midsommar![]() Við vorum nú eitthvað ekki alveg að fatta að Svensonarnir halda uppá Midsommar svipað og Íslendingar halda uppá jólin, 17. júní og verslunarmannahelgina til samans og við komumst heldur ekki að því að aðal hátíðarhöldin eru á föstudeginum fyrr en á föstudagskvöldinu sem kallast víst midsommarafton. Við mættum því ekki á svæðið fyrr en seinni part föstudags og mistum því af því að dansa í kringum stöng. Svo var Jenný (kona Grétars frænda Betu) búin að standa í ströngu ásamt mömmu sinni og undirbúa þvílíka hlaðborðið með síld og nýjum kartöflum, kartöflusalati, skinku og rækjugummsi, sem er víst allt ekta midsommar matur og svo er drukkinn snaps og sungnar drykkjuvísur. Það sem eftir var af helginni var svo étið, sólað og haft það huggulegt í ótrúlega krúttlega garðinum sem er í kringum húsið þeirra. ![]() ![]() ![]() ![]() Á næstu dögum er svo stefnt á að jafna sig eftir ferðalagið og svo er aldrei að vita nema við förum í einhvern nýjan leiðangur um helgina.... annars þá er ég ekki búin að setja inn júní myndir, ég var því miður ekki í bænum þegar það ringdi :) en það gerist vonandi fyrir mánaðarmótin. Skrifað 8:57 e.h. af Sveinbjörgu |
17.6.06 |
Blogg!Nú hef ég ákveðið að blogga. Fólki finnst eitthvað langt síðan ég skrifaði eitthvað á þessa síðu. Sambýlismaðurinn hefur nú verið fremstur í flokki kvartara sem er kannski pínu einkennilegt þar sem að við erum saman allan daginn alla daga þessa dagana þannig að hann hefur kannski ekki mikið við fréttir frá Kungshamra að gera...![]() Í gær átti sá merkilegi atburður sér stað að uppþvottavélin var vígð. Fyrsti þvottur kom bara ansi hreint vel út og sér Gummi nú fyrir sér að hann muni hafa meiri tíma til að horfa á heimsmeistaramótið í fótbolta. ![]() ![]() ![]() Ég get glatt lesendur með þeim upplýsingum að maí myndum hefur loksins verið halað inn á síðu prinsessunnar en júní myndirnar koma inn við eitthvað gott tækifæri.... kannski þegar það byrjar að rigna Skrifað 12:35 e.h. af Sveinbjörgu |
template © elementopia
| image © istockphoto
|