5.1.09



Skrifað 10:46 e.h. af Sveinbjörgu

18.3.07

Ragnhildur spílar

Þetta myndband er sett inn fyrir Hulduna mína í tilefni af mæðradeginum hennar. Ragnhildur syngur og talar á svíslensku :)

Skrifað 10:55 e.h. af Sveinbjörgu

28.2.07

Uppfærsla!

Nú eru komnir fáeinir dagar, sumir myndu jafnvel segja mánuðir, síðan ég skrifaði eitthvað á þessa ofur-fallegu vefsíðu mína. Ég veit ekki alveg hvort ég eigi að vera að tjá mig eitthvað um lífið hér í Svensonalandinu, en það er allavegana hægt að sjá brot af því besta á heimasíðu Raghildar.

Nú er farið að styttast óhugnarlega mikið í heimför og ég er ekki frá því að við séum farin að hlakka svolítið mikið til. Mér finnst nú samt líka frekar sorglegt að við séum að flytja héðan. Það hefur nú farið nokkuð ágætlega um okkur hérna. Eins og mér finnst nú gaman að vera að fara að flytja með rassmuss heim, þá finnst mér það jafn leiðinlegt að taka hana af leikskólanum sínum. Fóstrurnar hennar eru æði og svo er sænskan hennar alveg næstum því að verða að tungumáli. Svo á hún líka bästis þar. Besti vinur hennar heitir Ludvig. Hann er 3 ára. Þau eru alltaf að leika sér saman og hann talar víst ekki um annað en Ragnhildi heima hjá sér. Það er nú ekki svo langt síðan ég komst að því að hún er oft að tala um hann, ég skil hana bara ekki alveg nógu vel og svo kallar hún hann líka Lugge.

Færslan í hnotskurn : Við flytja heim, nýjar myndir á barnalandssíðu og magnað hrísgrjónavídjó hér fyrir neðan.

Veriði sæl!

Skrifað 9:27 e.h. af Sveinbjörgu

Ragnhildur borðar hrísgrjón

Ragnhildi finnst hrísgrjón fáránlega góð. Hún hafði varla undan að skófla uppí sjálfa sig þegar hún fékk að eiga afganginn eftir matinn eitt kvöldið!

Skrifað 9:25 e.h. af Sveinbjörgu

7.12.06

Ragnhildur syngur

Raghildur syngum sniglalagið, það vantar nú nokkur af þessum fáeinu orðum sem eru í laginu... magnaður söngur engu að síður :)

Skrifað 10:07 f.h. af Sveinbjörgu

18.11.06

Ragnhildur og Svampshúfan

Ragnhildur fann húfuna sem föðurbræðurnir gáfu henni í afmælisgjöf. Henni finnst hún mjög skemmtileg. Foreldrunum finnst hún svoltið eins og lítill glæpon.....

Skrifað 9:31 f.h. af Sveinbjörgu

12.11.06

Ragnhildur bubbar

Orðaforðinn hjá fröken Ragnhildi er í stækkunarfasa. Sum orðin hennar eru á íslensku en önnur á sænsku. Á sumum orðum gerum við ekki greinarmun, eins og til dæmis "bubba" sem getur eftir aðstæðum bæði þýtt "kubba" eða "stubbar". Stundum skiljum við ekki hvað hún segir. Þá reynir hún oft að gera sig skiljanlegri. Vidjóið sem fylgir þessari færslu útskýrir þetta betur.

Skrifað 11:17 e.h. af Sveinbjörgu

template © elementopia | image © istockphoto
Weblog Commenting by HaloScan.com
Myndir
Bloggiblogg
Snúllur og Dúllur
Póstur
Gestakort og Grín
Gamalt