27.8.06

Er ekki tími til kominn að blogga?

Einkennilegt hvað maður getur verið latur að skrifa örlítinn texta inn á svona síðu. Ennþá einkennilegra þegar maður hefur allan tíma í heiminum til þess.... allavegana svona rétt á meðan ormur gormsen sefur.
Málin standa víst þannig að við Ragnhildur erum búnar að vera í innskólun í leikskólanum hennar síðustu tvær vikurnar. Það gekk nú bara nokkuð vel í byrjun, og fannst mér jafnvel svoltið leiðinlegt hvað hún hafði lítinn áhuga á mér. Það er önnur lítil pæja sem er í innskólun á sömu deild og hún sleppir varla takinu á foreldrum sínum á meðan Ragnhildur varla vinkaði bless þegar ég fór.... en svo gerðist það á fimmtudaginn að dóttirin baulaði og baulaði og baulaði þegar ég skildi hana eftir. Ég heyrði í henni langleiðina heim og langaði mest að fara bara og sækja hana strax aftur. Tveim tímum síðar sótti ég hana og fékk þá að vita að ég ætti þrjóskt barn. Ég viss það reyndar alveg... hún er nú ekki dóttir föður síns fyrir ekki neitt. Daman tuðaði að tuðaði og tuðaði táralaust og lét allar leikskólafrökenirnar halda á sér eiginlega allan tímann. Sama var svo upp á teningnum á föstudaginn, nema þá fékk hún að lúlla með ekka á leikskólanum.

Þegar innskóluninni líkur þá fer ég nú að dunda við að byrja á þessu lokaverkefni mínu, vonandi gerist það einhvern tímann í komandi viku. Innskólunin er svo sem ekki aðal vandamálið varðandi verkefnisbyrjun, prófessorinn er í 80% fæðingarorlofi þannig að hann mætir bara á mánudögum og svo er leiðbeinandinn (sem er doktorsnemi hjá þessum prófessor) í Þýskalandi þessa dagana að láta skoða bílinn sinn og verður svo hálfan september á ráðstefnum útum alla Evrópu. Ég ætla nú samt að sjá til hvort það verði nú ekki hægt að byrja á einhverju svona bráðum allavegana...

Sambýlismaðurinn er svo bara byrjaður að vinna. Áður en honum tókst að sækja um vinnu hér úti þá bauðst honum vinna heima á Íslandinu. Hann verður því "heimavinnandi" í litla snyrtilega vinnuherberginu okkar þar til vil flytjum heim aftur. Já það er rétt, við erum byrjuð að plana heimferð :) loksins loksins !

Þetta voru svona helstu fréttir af famelíunni sem mu annars stækka á næstu dögum. Við vorum að fjárfesta í þvottavél og mun hún verða send heim til okkar bráðum. Mikil eftirvænting. Verst að Gummi þarf þá að sitja í svolítilli kremju á klósettinu sökum plássleysis, sælir verða lappastuttir :)

Skrifað 12:47 e.h. af Sveinbjörgu

template © elementopia | image © istockphoto
Weblog Commenting by HaloScan.com
Myndir
Bloggiblogg
Snúllur og Dúllur
Póstur
Gestakort og Grín
Gamalt