30.4.06

Vei internet !

Sá merkilegi hlutur gerðist í skrifræðislandinu að við fengum loksins þetta margumtalaða internet. Það er svo mikið búið að gerast síðan síðast að ég nenni varla einu sinni að reyna að byrja að telja það upp. Merkilegastur er nú án vafa fluttningur fjölskyldunnar úr Kungshamra 47 í Kungshamra 23B. Við fengum sendinefnd frá heimalandinu sem aðstoðaði ómetanlega við fluttninginn. Við pökkuðum eiginlega engu í kassa, heldur var öllu troðið í bláa ikea poka og borið þannig á milli. Núna búum við því í ægilega notalegri þriggja herbergja íbúð með baðkari. Prinsessan er bara nokkuð ánægð með aðstæður og þá sérstaklega öll börnin sem búa hérna í kringum okkur. Hún er sko búin að eignast tvær vinkonur á efri hæðinni og allt.... ég veit reyndar ekki hvort hún átti sig á því, en þær segjast vera vinkonur hennar og hlaupa alltaf til hennar þegar við komum út :)
Fleiri skemmtilegar fréttir, Ragnhilldur rófurass er komin með leikskólapláss 15. ágúst. Leikskólinn er bara við hliðina á öppna förskolan sem hún og pabbi hennar fara í á hverjum degi núna, þannig að það verður sko ekki langt að fara. Samt svo apalegt að nýfædda bebisið mitt sé að fara í leikskóla...
Eníhú, ég veit ekki hvað ég nenni að vera dugleg að skrifa texta hérna, það eru nú reyndar að koma próf og þá verður maður alltaf svo duglegur að blogga.... annars þá var það ekki fleira í bili

Skrifað 10:06 e.h. af Sveinbjörgu

3.4.06

1árs!

Litla bebisið mitt fyllti sitt fyrsta ár um helgina. Við héldum smá afmæliskaffi fyrir hana með fullt af fullorðnu fólki. Hún fékk marga fína pakka, en mesta athygli vöktu blöðrurnar. Henni tókst nú að sprengja nokkrar og reyna að éta líkin, en annars þoldu þær nú sumar ansi mikið álag. Í gær var svo 2. í afmæli og þá fengum við ágæta aðstoð við að klára restarnar, en mér sýnist á öllu að það verði nú 3. í dag :)
Skemmtilegasti afmælispakkinn kemur svo með flugi frá Íslandi rétt uppúr hádegi í dag, en þá kemur amma Ragna til okkar. Hún getur nú að öllum líkindum passað prinsessuna sína meðan við Gummi dundum við að þrífa "nýju" íbúðina, en við fáum einmitt lyklana afhenta í dag klukkan 14:00,
ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til... Við erum búin að liggja á gluggunum um helgina, á nýju íbúðinni okkar sem er tóm, bara svona ef fólk heldur að við séum farin að stunda einhvern pervertaskap. Hún lítur bara nokkuð ágætlega út, og það er hvítt veggfóður á veggjunum! Ekki svona ógeðslega þreytandi gult og appelsínugult eins og ég hef séð í íbúðum hérna. Fleira var það ekki í bili, ég þarf víst að fara að gefa stóru stelpunni minni hafragrautinn sinn.

Skrifað 7:53 f.h. af Sveinbjörgu

template © elementopia | image © istockphoto
Weblog Commenting by HaloScan.com
Myndir
Bloggiblogg
Snúllur og Dúllur
Póstur
Gestakort og Grín
Gamalt