28.3.06

Mars myndir

Þá er ég búin að setja inn nokkrar myndir af rassalingnum við ýmsustu tækifæri í marsmánuði. Það er nú ekki mikið spennandi að skrifa um á þetta blogg akkúrat núna og svo er ég bara svo agalega andlaus þessa dagana. Við fórum á sunnudaginn í Ikea að tékka á stöðunni fyrir fluttninginn. Fengum okkur sænskar kjötbollur með kartöflum og lingonsultu. Ég held að það sé varla hægt að gerast sænskari.

Ég ætla svo að enda þetta blogg með einni gamalli mynd af Ragnhildi, sem á afmæli á laugardaginn, með Doppunni okkar sem mun aldrei eiga afmæli aftur. Við söknum þín .

Skrifað 11:38 e.h. af Sveinbjörgu

9.3.06

Jólin komin aftur !

Já gott fólk, ég held bara svei mér þá að jólin séu komin strax aftur. Þetta er búið að vera svona agalega skemmtileg vika hjá famelíunni og svo er náttúrulega fáránlega mikill snjór ennþá að það gætu bara verið jól ennþá. Vikan byrjaði á því að Gummi og Ragnhildur komu heim með bíl. Hann er reyndar bleikur og tekur bara einn farþega og hámarks burðargeta er um 15 kíló. Ragnhildur fékk svoltið snemmbúna afmælisgjöf frá okkur og fyrir valinu varð ægilega fínn prinsessu sparkbíll. Henni finnst frekar gaman að ýta stóru dóti á undan sér þannig að við urðum eiginlega að kaupa svona apparat fyrir hana. Hún er mjög ánægð með bílinn sinn, sem hefur innbyggt hljómborð og dansandi prinsessur, en hún virðist ekki alveg alltaf fatta að bílar eigi að fara áfram. Hún á það svoltið til að ýta honum útum allt á hlið...
Næsta skemmitilega sem gerðist í þessari viku var að ég kláraði prófin fyrir 3. períódu. Þar sem að prófin mín röðuðust svo framarlega í próftöfluna, þá verð ég sko í fríi í heila viku og ætla að nýta hana í mömmó.
Það sem gerðist svo skemmtilegast í dag var að við fengum nýja íbúð. Bætum við okkur heilum 15 fermetrum, einu herbergi og lækkum leiguna um 1500 sænskar krónur. Við þurfum því að flytja alla búslóðin 3. apríl næstkomandi um heila 123 metra. Íbúðin er sem sagt á sömu stúdentagörðum. "Nýja" íbúðin er reyndar 30 árum eldri en sú sem við erum í núna og Svensonarnir leggja ekki mikið uppúr því að láta laga naglaför í veggjum milli íbúa, þá er hugsanlegt að það séu nokkur göt á veggjunum. En fyrir 1500 krónur á mánuðu þá er kannski bara hægt að lifa við það :) Ég fór einmitt í heimsókn í svona sams konar íbúð um daginn, og á baðinu voru 37 nagla og borgöt. Hvað getur fólk verið að hengja upp í 5 fermetra baðherbergi með 37 götum! Fyrir áhugasama þá er teikningin hér.
Fleira var það ekki í þessu tímabili.

Skrifað 9:02 e.h. af Sveinbjörgu

template © elementopia | image © istockphoto
Weblog Commenting by HaloScan.com
Myndir
Bloggiblogg
Snúllur og Dúllur
Póstur
Gestakort og Grín
Gamalt