26.1.06

Fréttir

Eitthvað verður maður nú að skrifa á þessa síðu. Ég gæti kannski byrjað á því að benda á að það eru komnar janúarmyndir á síðuna hennar Ragnhildar, bæði íslenskar og sænskar.
Skólinn hjá mér byrjar nú ekki með neinum brjáluðum hraða. Einn kúrsinn sem ég er í byrjar á hálfum hraða, einn byrjar ekki fyrr en í febrúar og þriðja kúrsinn sat ég síðasta vor, þannig að ég mæti bara í prófið í mars. Litla fjölskyldan hefur því gert svoltið af því að vera saman heima þessa dagana.
Við mæðgur fórum svo í gær í fyrsta skipti í öppna förskolan. Þetta er svona eins konar leiksskóli fyrir börn frá 0 ára og uppúr, þar sem foreldrarnir koma með. Fyrstu mánuðina er þetta helst hugsað fyrir foreldrana að hitta annað fólk í sömu stöðu og komast útúr húsi með krílin sín. Ég hafði mestar áhyggjur af því að Ragnhildur væri að verða of gömul, að flest börn eldri en hún væru komin til dagmömmu eða á leikskóla. Ég hafði þess vegna áhyggjur af því að hún myndi rífa í litlu saklausu börnin. En við búum víst í sósjalista landinu þar sem foreldrar fá 18 mánaða fæðingarorlof þannig að fyrsta athugasemdin sem við fengum var : "ahh, en krypare". Ragnhildur var sem sagt lang yngst og eina barnið sem hljóp ekki um allt. Það vill reyndar svo skemmtilega til að hún er svoltið mikill ormur og gormur, þannig að hún lét engann vaða yfir sig þrátt fyrir talsverðan stærðar mun. Hún skreið á milljón um allt, reif bolta af saklausum börnum (jafnvel þó hún hefði bolta sjálf) og notaði völt börn sem stuðning til að standa upp eins og hinir.
Þetta var nú bara huggulegasti morgunn og höfðum við mæðgur báðar nokkuð gaman af. Ég er reyndar mikið að spá í að skella mér á bókasafnið og fá lánaða bók með sænskum barnalögum, helst með nótum og öllum handahreyfingum. Mér leið hálf kjánlega að geta ekki sungið með einu einasta lagi í söngtímanum, sat bara og horfði á alla hina sem hafa væntalega sungið þetta allt frá því þau voru lítil. Þetta verður kannski auðveldara næst þegar við förum, kannski ég sendi þá bara Gumma með orminn....
Svo ég svari nú athugasemdum síðust færslu, pabbafríið er ekki alveg beint alveg byrjað þar sem Gummi er leggja lokahönd á ritgerðina og þarf að mæta á einhverja fyrirlestra í tengslum við hana. Það er því mjög heppilegt að skólinn byrjar svona hægt hjá mér þannig að við getum pússlað tímunum okkar svoltið núna. Annars er skvísan svo mikil pabbastelpa að það gengur nú ágætlega hjá þeim að vera ein heima saman.
Við verðum í Stokkhólmi næsta sumar. Það var nú reyndar planið síðasta sumar líka, en ég er nokkur viss um að þetta plan eigi ekki eftir að breytast... maður veit samt aldrei, aldrei að segja aldrei....
Nóg af blaðri í bili, held að ég fari bara að sofa til að tapa ekki morgungleðinni með orm og gorm í fyrramálið. Góða nótt (ef það á þá við þegar þið lesið þetta....)

Skrifað 11:08 e.h. af Sveinbjörgu

17.1.06

...og svo leið árið

Í vor var tekin sú mikla fjölskylduákvörðun að vera á Íslandi fram yfir áramót, samtals í rúma 7 mánuði. Þetta þótti okkur rosalega langur tími. Nú er hann búinn og Svíþjóð beið bara óbreytt eftir okkur.... fyrir utan kannski einn hlut, íbúðin okkar er svona fjóru sinnum minni núna heldur en þegar við fórum. Það er einhvern veginn erfiðara að koma öllu draslinu sem fylgir okkur fyrir og svo er ormurinn okkar heldur fyrirferðarmikill og finnst ekki gaman að hafa röð og reglu á hlutunum.
Við erum sem sagt komin aftur í litlu sætu íbúðina okkra í Svensona landinu. Skólinn byrjar hjá mér á morgun og þá ætlar Gummi að byrja í pabbafríinu sínu. Ætli við setjum svo ekki bara reglulega inn myndir af orm og gorm að rífa sænsk dagblöð og tæta uppúr ikea skúffum...

Skrifað 10:07 e.h. af Sveinbjörgu

template © elementopia | image © istockphoto
Weblog Commenting by HaloScan.com
Myndir
Bloggiblogg
Snúllur og Dúllur
Póstur
Gestakort og Grín
Gamalt