29.5.05

Allt búið!

Á fimmtudaginn kláraði Gummi bara prófin sín. Því var að sjálfsögðu fagnað, en í þetta skiptið var ekki þrifið og svo elduð nautalund. Í þetta skiptið fór hann með Birni, Val og Erni út í góða veðrið með flotbrauð og þeir spiluðu kubb.Við mæðgurnar kíktum nú aðeins á þá eftir bæjarferðina okkar, en stóðum okkur því miður ekki nógu vel í þessum annars ágæta leik. Gummi var svo hrifin af kubb að hann dróg mig með sér í bæinn í gær til að fjárfesta í einu svona setti. Vona bara að við þurfum ekki að borga mikla yfirvigt þar sem að eitt svona sett er fáein kíló. Svo er auðvitað planið að spila þetta á öllum mögulegum grasblettum sem finnast á Íslandi í sumar. Fleira er nú varla í fréttum að þessu sinni. Við erum mest bara búin að snúllast og dúllast og ætlum bara svo að dunda við að pakka í dag þegar drengurinn kemur úr síðasta bandý sessjóni vetrarins. Bara 2 dagar í heimferð og óendanlega mikil tilhlökkun!

Skrifað 12:23 e.h. af Sveinbjörgu

19.5.05

Sumarfrí

Það mætti nú barasta halda að við séum komin í sumarfrí, ég er svo óduglega að skrifa hérna inn. Annars er ekki mikið að frétta, snúllan stækkar, Gummi lærir og ég mjólka. Gummi fer í próf á miðvikudag og fimmtudag og þá er hann væntanlega bara búinn með alla kúrsa sem hann ætlar að lesa hér úti. Eftir prófin fær drengurinn 4 daga sumarfrí og svo komum við barasta heim 31. maí og hann fer að vinna. Það er svoltið óráðið hvað við verðum lengi heima, en eins og svo margt annað, þá á það eftir að koma í ljós.
Í kvöld hef ég planað risastórt þriggja manna partý. Ég veit ekki hversu spennt feðginin eru yfir júróvisjón undankeppninni, en ég ætla allavegana að horfa á hana með risa popp og kók. Ætli Ragnhildur neyðisti ekki til að hlusta á herlegheitin með mér (ég vona að þetta þrói ekki lélegan tónlistarsmekk hjá barninu), veit ekki alveg með restina af partýinu. Á laugardaginn er einmitt sambærilegt plan, og það finnst esc-aðdáandanum mér ekki leiðinlegt.
Fleira var það ekki í bili, kannski maður reyni að sinna heimilisstörfum fyrst að daman er sofandi. Gleðilegan júróvisjondag!

Skrifað 10:43 f.h. af Sveinbjörgu

9.5.05

Partý partý partý

Haldiði ekki bara að Ragnhildur hafi skellt sér í sitt fyrsta partý á laugardaginn. Jón Grétar var að fagna 26. árafyllingunni sinni og af því tilefni var haldin þessi svaka fína veisla. Strákarnir byrjuðu daginn á fótboltasparki, og fórum við mæðgurnar þá til Betu og veittum henni móralskan stuðning meðan hún var að undirbúa veisluna. Við gerðum nú ekki neitt nema borða og gefa að borða allan tímann, þannig að það var lítil hjálp í okkur. Veislan var haldin í voða sniðugum sal sem tilheyrir húsinu þeirra. Þar var grill og diskókúla og billjardborð. Ég veit ekki hvort það var diskókúlan eða doltið þung rokkmúsikk sem olli því að daman svaf eins og engill inni á meðan við grilluðum, mjög óvenjulegt hjá þessu kríli! Af augljósum ástæðum þá fórum við nú frekar snemma úr teitinu og tókum strætó með helling af unglingsstúlkum sem sungu Rúdolf með rauða trýnið á finnsku. Á sunnudaginn vaknaði svo Gummi sprelli sprækur og byrjaði að taka sig til fyrir bandý. Því miður féll niður bandýið þar sem að á flestum öðrum heimilum var einhvers konar heilsuskortur af óskýranlegum ástæðum.

Af Ragnhildi er annars allt fínt að frétta, hún þyngist eins og súmmóglímukappi og er komin yfir meðalþyngd og lengd sænskra barna á hennar aldri. Í dag á svo litla fjölskyldan að mæta á félagsmálaskrifstofuna í Solna til þess að geta orðið formleg fjölskylda. Það á víst eftir að feðra pæjuna þannig að hún er bara Ingvarsdóttir þessa dagana. Heppilegt að hún sé ekki strákur, það er örugglega leiðinlegt að heita Drengur Ingvarsdóttir.

Skrifað 11:04 f.h. af Sveinbjörgu

template © elementopia | image © istockphoto
Weblog Commenting by HaloScan.com
Myndir
Bloggiblogg
Snúllur og Dúllur
Póstur
Gestakort og Grín
Gamalt