31.8.04

Símanúmer og útrunnið jaffa

Ég er viss um að símakortið mitt sé týnt einhversstaðar hjá sænska póstinum. Ég tók mig nebblilega til og fékk mér nýtt símanúmer og átti að fá kortið sent í pósti og núna er ég bara búin að bíða og bíða. Vona að það komi á morgun en annars er nýja símanúmerið mitt: 070 485 06 26 og fyrir þá sem ekki hringja úr sænsku númeri þá væri það 00 46 70 485 06 26. Það verður vonandi hægt að hringja í mig eftir hádegi á morgun og þá geri ég ráð fyrir að síminn muni bara ekki stoppa..... allavegna þá fékk Gummi sér líka nýtt númer og mun það vera 073 647 48 52 eða 00 46 73 647 48 52.
Skólinn er víst byrjaður, svíarnir byrjaðir að væla og við að rembast við að byrja að læra. Ekkert svo sem markvert að frétta, en ef að ég andast í kvöld, þá er það útaf rosalega útrunna jaffa appelsíninu sem Björn mælti með að ég myndi kaupa mér. Verslaði það úr sjálfsala sem var falinn í skúmaskoti í rými sem er venjulega læst þannig að ég hefði nú getað fattað þetta fyrirfram, en nei ég fékk jaffa appelsín sem rann út í febrúar og Björn keypti sér alveg eins. Þetta bragðaðist svoltið svona eins og appelsín sem er búið að standa hálf tómt á eldhúsborði í 25 stiga hita.
Planið í kvöld er víst að fara á pöbbarallý. Veit ekki alveg hvað það þýðir og finnst nú alveg agalegt að ætla á pöbbinn og það ekki einu sinni kominn miðvikudagur.... en þetta verður nú ábyggilega eitthvað hresst.

Skrifað 5:22 e.h. af Sveinbjörgu

29.8.04

Heim/út á ný

Ætli maður verði nú ekki að standa við áður gefin loforð og tjá sig eitthvað hér í ágústmánuði. Við erum sem sagt komin út/heim aftur. Einkennilegt hvað íbúðin hefur bara ekki breyst neitt, það er reyndar komið pínu gras fyrir utan svefnherbergisgluggann og smá huggó aðstaða fyrir framan, annars finnst mér ég eiginlega bara rétt hafa skroppið heim til Íslands í örsumarfrí.
Það var nú reyndar ekki amalegt að koma heim í gær, þar sem Jón Grétar og Beta biðu eftir okkur með hádegismat og fína íbúðina okkar. Stuttu eftir heimkomu var að sjálfsögðu farið í systembolaget og verslað örlítið fyrir mörg tilefni dagsin. Þar á eftir eldaði Beta dýrindis mat og svo settum við nýtt heismet í stólanotkun í íbúðinni okkar, held að það hafi bara aldrei jafn margir komið í heimsókn í einu.
Akkúrat núna er ónefndur sambýlingur minn að jafna sig á tímamismuninum milli landanna og svo ætlum við bara að koma okkur fyrir og kannski skoða sólina aðeins áður en skólinn byrjar klukkan 8 í fyrramálið.

Skrifað 10:48 f.h. af Sveinbjörgu

template © elementopia | image © istockphoto
Weblog Commenting by HaloScan.com
Myndir
Bloggiblogg
Snúllur og Dúllur
Póstur
Gestakort og Grín
Gamalt