28.5.04

Tvö próf búin....

...og áfram heldur ei meir. Þá er þetta bara búið í bili, þ.e.a.s. tímabili. Okkur liggur víst svo á að komast í gleðina og hamingjuna á Íslandi að við verðum bara komin þangað á klukkan 21:40 staðartíma annað kvöld. Ekkert að læra og engin sænska næstu 3 mánuðina eða svo. Eina sem ég get sagt núna er: sjáumst !


Ég hlakka svo til,
ég hlakka alltaf svo til,
en það er alltaf svo langt að bíða
og allir dagar svo lengi að líða....

Skrifað 1:59 e.h. af Sveinbjörgu

24.5.04

Eitt próf búið

Þá erum við loksins (vonandi) búin í úber leskúrsi dauðans. Skemmtilegt að segja frá því að þá fengum við nú bara þrjá og hálfan tíma fyrir þetta 10 eininga próf. Sænsku krakkarnir ætluðu nú alveg að sleppa sér úr stressi þar sem að þau eru nú vön að fá heila fimm tíma fyrir stór próf. Kannski ég sé að þróast yfir í Svía þar sem að ég var nú hálf smeyk við að lenda í tímaþröng, en allt kom fyrir ekki? og prófið er bara búið og gert.
Eftir próf smelltum við okkur örlítið í bæinn og erum bara komin heim núna að læra fyrir síðasta prófið:) Skemmtilegt samt að segja frá því að dót sem ég skil eftir í sænskum fyrirtækjum og stofnunum virðist bara alltaf týnast. Við erum nebblilega búin að bíða svoltið lengi eftir viðbrögðum frá försäkringskassan varðandi húsaleigubætur. Við smelltum okkur því til þeirra áðan og þá kom í ljós að umsóknin okkar var týnd. Ástæða þess að hún var týnd var víst sú að innskárningin mín í kassan sem fór fram í ágúst týndist víst líka ! Umsóknin er fundin núna og getum við búist við að græða á sænska ríkinu strax í þessari viku :) Ég ætla víst bara að fagna fyrstaprófslokum og húsaleigubótum núna með því að hella uppá kaffi í fallegu könnunni sem ég fékk í stað þeirra sem týndist.

Skrifað 2:01 e.h. af Sveinbjörgu

22.5.04

Vika

Ég vildi bara benda fólki á að við komum heim eftir viku, þá hafi þið nóg tíma til að skipuleggja risa heimkomuveislu ;D

Skrifað 10:38 f.h. af Sveinbjörgu

19.5.04

Miðvikudagshamingja

Gleðilegan miðvikudag gott fólk. Nú eru bara 10 dagar þangað til ég og Hauksson hinn elsti höldum til útlanda. Fyrst munum við smella okkur til Danmerkur og finna okkur eitthvað til dundurs í hálfan dag eða svo. Þegar sá dagur verður búinn munum við halda til ferðamannaeyjunnar vinsælu, Íslands. Þar munum við stoppa í tæpa 3 mánuði við leik og störf og halda svo aftur "heim" til Svíþjóðarinnar. Lítið annars að frétta héðan nema rigning, þrumur, lærdómur og ferðalagstilhlökkun. Og þó... það var nú brotist inn í þvottahúsið okkar í morgun, það er að segja sameiginlegu þvottaaðstöðuna í blokkinni. Þegar ég í sakleysi mínu ætlaði að fara að þvo klukkan 7 í morgun þá var bara eitthvað fólk búið að spenna upp læsinguna með skrúfjárni og troða plastdóti í silinderinn og var bara búið að þvo og var að nota þurkarann sem ég var búin að panta:( Hver brýst inní tvättstugu á stúdentagörðum til að þvo fötin sín!!! Mér fannst þetta allavegana mjög sérstakt, það þarf hvort eð er að borga fyrir að þvo, af hverju ekki að fara bara í pjéningaþvottahús? Ég sem hélt ég byggi í svo öruggu hverfi :)
Óvell, læra núna, skrifa meira seinna um spennandi líf ungs fólks í próflestri.

Skrifað 3:58 e.h. af Sveinbjörgu

16.5.04

Júrósmjúrvisjón

Við ferðuðumst í gær til Kidda og Völu til að fagna Júróvisjóndeginum. Þar var grillað á hvorki meira né minna en 3 einnota grillum (eitt þeirra fór ekki í gang) þessar dýrindis grísakótilettur. Þegar maturinn var svo reddí þá hófst dýrðin: 49. söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Mikil skemmtun var það að sjálfsögðu nema þegar kom að því að kjósa. Vala og Sverrir áttu í litlum vandræðum með að kjósa besta landið (ekki lagið) en vodafónsdrasls notendurnir (Gummi,Björn og Kiddi) gátu því miður ekki komið sínum atkvæðum til skila. Ég held að það sé eina ástæðan fyrir því að Ísland fékk engin stig frá Svíþjóð.... Annars vil ég biðjast afsökunar fyrir hönd allra svía að hafa ekki gefið Jónsa nein stig. Þetta er mikil skömm og hálf ömurglegt að halda með 2 löndum og þau hefðu ekki einu sinni unnið þó að stigin þeirra hefðu verið lögð saman. Ísland þyrfti samt eiginlega að eignast nágranna til að eiga séns í þessari keppni á næsta ári :)
Stuttu eftir að keppninni lauk þá komum við okkur bara heim. Erum svona í því að reyna að byrja að reyna að læra, gengur eitthvað minna vel. Á morgun er svo vika í fyrsta próf og vika og fimm dagar í íslandsreisu. Ég hlakka svo til !

Skrifað 3:53 e.h. af Sveinbjörgu

13.5.04

Áfengisvandamál

Ég hel að ég eigi við áfengisvandamál að stríða. Við fórum á onsdagspub með nokkrum af Íslendingunum sem eru/voru í KTH í gærkvöldi. Ég tók mig nú til og saup heilan líter af ægilega ágætum sænskum perusíder sem er um 4,5% áfengur. Þetta þótti mér nú merkilega hetjulegt (ef áfengisdrykkja getur nokkurntímann verið hetjuleg) eftir síðustu kynni mín af alkahóli... Það apalega við þetta allt saman var svo að í morgun vaknaði ég með hálfgerða timburmenn. Ég held að ég og vín höfum ekki verið búin til fyrir hvort annað og finnst mér orðið töluvert vandamál að súpa á gleðiglussum. Ég held að ég geti því útilokað feril sem prófessjónal róni og farið að einbeita mér frekar að skólagjörningum.
Næsta setning er líklega kopí/peist setning sem ég hef notað í meirihlutann af bloggunum mínum á þessa síðu: Í dag er planið að vera heima og læra. Það mætti bara halda að við værum í skóla! Óvell, best að vera dugleg í dag og á morgun svo að það verði hægt að skrópa á laugardaginn. Áfram júróvisjón.

Skrifað 12:08 e.h. af Sveinbjörgu

10.5.04

Gullið sem týndist

Þá er bara síðasti mánudagurinn í þessari viku kominn að kveldi. Merkilegustu fréttirnar héðan úr Svíalandinu munu líklega vera þær að gullið týndist. Á 52 sekúndum þá töpuðu svíar íshokkígullinu til brussuofbeldisfullu leikmannanna í Kanada. Svíar eru nú bara víst orðnir þunglyndir eftir þetta rosalega tap. Annars þá kíktum við með Kidda Völu og Birni í Gröna Lund í góða veðrinu í gær. Ég sleppti því nú að fara í græjuna sem snýst í allar áttir þar sem að maginn minn er jafnvel ennþá að jafna sig eftir þar síðasta föstudag.... en kíktí í smá rússibanaferð og í risa fallturn. Ég reyndi líka að vinna 4 kíló af malaco hlaupi í happdrætti og Gumma til mikillar ánægju þá tókst það ekki ! Þetta var allavegana yndælis dagur sem endaði svo með vondum íshokkíleik.
Fyrir áhugasama þá get ég tilkynnt það að sár mín eftir hjólaólukkuna eru farin að gróa. Ég er meira að segja orðin liðtæk í uppvaskinu (aðalega af því Gummi er búinn að brjóta svo marga diska undanfarið). Ég þyrfti reyndar að fá svona skerm eins og veikir hundar fá til þess að vera ekki alltaf að naga sárin.
Fyrir utan lærdóm þá er næsta plan á dagskrá Íslendinga onsdagspub sem er augljóslega á miðvikudaginn og verður spennandi að vita hvort að ég muni lifa kvöldið af....

Skrifað 4:47 e.h. af Sveinbjörgu

6.5.04

Dagur gleðifrétta og kjánalegra atburða

Gærdagurinn var dagur gleðifrétta og kjánalegra atburða. Byrjaði voðalega vel á því að ég græddi loksins sumarvinnu. Ég mun því vinna hjá heilbrigðiseftirlitinu í Garðabæ í sumar við dýraeftirlit og almenn skrifstofustörf. Ekki slæmt það. Stuttu eftir að hafa fengið þessar frábæru fregnir þá lá leið mín í skólann. Að sjálfsögðu lagði ég af stað á ofur-rækjunni í ofur góða veðrinu og í ofur góðu skapi. Góða veðrið entist svo sem ágætlega en skapið dó. Ég tók mig nebblilega til og lenti í árekstri við kant og stórslasaði mig og gerði gat á buxurnar mínar. Ég er núna með risa sár á hnénu, annari öxlinni, í hægri lófanum og svo borðaði gangstéttinn hálfa vinstri höndina af mér :( Ég vorkenndi mér svo mikið eftir þetta að ég skrópaði í skólanum og lærði ekki neitt meir. Það var þó einn kostur við þetta ömurlega óhapp, ég get ekki vaskað upp næstu dagana.... grey Gummi.
Í dag er svo bara enn einn góðviðris innipúkadagurinn, ætli maður skrópi ekki í lærdóm um helgina og skelli sér bara á ströndina.

Skrifað 4:01 e.h. af Sveinbjörgu

5.5.04

Hljóð

Ég vildi að það væri alltaf alltaf rigning á morgnana til klukkan svona ca. 9 . Vinnukallarnir sem eru að fiffa lóðina hérna í kring eru nebblilega ekkert hrifnir af því að vinna í slíku veðri og þá gæti ég komist hjá því að vakna við þessa gleði klukka 7 á morgnana. Það er reyndar ekki verið að grafa beint fyrir utan gluggan hjá okkur í dag, en það eru engu að síður töluverð vinnuvélalæti hér inni núna. Til að bæta allt þá kom ruslabíllinn eða einhver andskotinn klukkan 5 í morgun og var með læti hér á bakvið. Það er þá eins gott að lóðin hér í kring verði úberflott og að göngustígurinn muni ekki liggja beint framhjá glugganum okkar :)
Allavegana þá er plan dagsins ósköp tilbreytingalaust frá öðrum dögum þrátt fyrir hávaðasaman morgun... best að læra pínu áður en skólinn byrjar svo það sé hægt að horfa á Tre Kronor rústa þessari hressu heimsmeistarakeppni í kvöld.

Skrifað 8:42 f.h. af Sveinbjörgu

2.5.04

Hér eru nokkrar hressar myndir frá Valborg sem Þóra tók.

Skrifað 10:02 f.h. af Sveinbjörgu

1.5.04

Valborg

Klukkan 10 í gærmorgun mættum við til Uppsala til að fagna Valborgarmessu (eða hvað þetta nú kallast). Hefðin er víst að sötra freyðivín í morgunmat en við meikuðum víst ekki að vakna svo snemma. Í staðinn mættum við bara til að horfa á forsränningen sem er eins konar báta/siglingakeppni þar sem hópar smíða sér mis sterklega báta sem eru einnig mis hressir. Næst var svo pikknikk með öllum Uppsalabúum og helmingnum af Stokkhólmi á litlum grasbala fyrir framan bókasafn í bænum. Næst þar á efir átti að vera hvítukollauppásettningarserimónía sem að við misstum af þar sem að við ákváðum að gagnlegt væri að koma sér í röð inná nation. Þegar við ætluðum í röð hjá stokkhólmsnationinni þá var þegar komin röð í röðina þannig að við völdum bara næstu nation við, sem var held ég värmlandsnation. Stemmningin þar inni var nú með þeim merkilegri sem ég hef upplifað. Staðurinn var pakkaður af fólki sem var að sprauta freyðivíni í allt og alla, dansandi hálf nakið og svo undir lokin þegar fólk var orðið áfengismettað bæði innvortis og útvortis þá virtist þetta vera einhverskonar mökunarsamkoma.
Eftir Champagnegaloppið þá ætluðum við í grillveislu á Krongötuna hjá Þóru og Hákoni. Þar sem ég og áfengi höfum sjaldan verið vinir, þá sérstaklega ég og freyðivín og þá sérstaklega ég og of mikið freyðivín, þá "sofnaði" ég á litlum grasbala í Uppsala..... eftir þennan litla lúr þá átti ég nú eitthvað erfitt með að standa í lappirnar þannig að riddarinn minn fór bara með mig heim. Þannig að í stað þess að fara í grillveislu í Uppsala þá stóð ég í eigin Uppsölum í Stokkhólmi fram undir morgun, huggulegt það. Hressleikinn á þessu heimili hefur verið fyrir framan teveið í allan dag og mun vera fram á kvöld og jafnvel lengur. Ég ætla aldrei að drekka vín aftur! allavegana ekki svona sem freyðir.

Skrifað 6:32 e.h. af Sveinbjörgu

template © elementopia | image © istockphoto
Weblog Commenting by HaloScan.com
Myndir
Bloggiblogg
Snúllur og Dúllur
Póstur
Gestakort og Grín
Gamalt