21.3.04

Lítið blogg í tilefni fluttninga

Júhú, nú erum við flutt í nýja húsnæðið. Við fengum ofur hjálp frá Birninum, Kidda og Völu við að skrúfa saman hvað annað en IKEA dót og erum við því þeim ofur þakklát. Við keyptum nú reyndar heila mubblu í rúmfatalagernum, þannig að stofan okkar lítur bara svoltið út eins og bás í IKEA. Reyndar var lang flóknast að koma þeirri græju saman, Danirnir greinilega ekki eins færir í ikea-verkfræðinni :) Þar sem að við höfðum nú aldrei keyrt neitt áður í Stokkhólmi þá villtumst við á fyrstu 500 metrunum, en það vildi nú svo skemmtilega til að við villtumst síðan bara óvart inn á réttan veg aftur þannig að við fundum nú dýrðina í IKEA og allt dótið okkar endaði nú á réttum stað (á endanum allavegana). Núna er íbúðin alveg orðin ballhæf, þannig að við erum uppí skólna núna að reyna að rusla af ritgerð sem fékk ekki alveg nógu mikla athygli í fluttningunum. Reyndar vantar okkur internet, en það kemur vonandi í næstu viku. Við lærum kannski bara meira á meðan !!!
Þá er ritgerðin farin að æpa á mig, best að hlýða.

Skrifað 2:44 e.h. af Sveinbjörgu

15.3.04

Ferðalagahelgi

Hvor fóturinn er betri og af hverju bregður maður honum undir sig, er hann ekki alltaf undir manni? Allavegana þá smelltum við okkur í Uppsala í heimsókn til Össa og Gullu. Lentum þar í æðislegu stuttu-eftir-hádegismat kaffi sem varði alveg fram á kvöldmat þegar við komum okkur loksins heim. Þau búa í ægilega skemmtilegu ofur sænsku partimburhúsi sem er í hverfi þar sem öll húsin eru í ofur hressum sænskum litum.
Í dag fór ég aftur á móti í skólann og fékk að frétta það að ég væri að fara í próf, í kúrsinum sem var að byrja í dag, á miðvikudaginn. Afskaplega upplífgandi og hressandi fréttir.
Við erum núna að reyna að klambra saman einhverskonar heimaprófsritgerðarspurningaendursögnum í líffræðikúrsinum okkar, sem við þurfum að skila á mánudaginn. Það er eitthvað ægilega erfitt þar sem að þetta gildir bara til hækkurnnar og svo er ekki skilda að skila þessu og svo virðist eitthvað svo mikið meira spennandi að undirbúa fluttninga. Við erum svo ofurspennt fyrir þessum heimilisbreytingum að við þurfum að búa innan um kassa í 3 daga :) Við erum nebblilega eiginlega búin að pakka næstum því öllu. Þá er nú kannski vonandi að maður rusli þessari ritgerð af fyrir föstudag svo að við komumst í nýju höllina á réttum tíma.

Skrifað 8:31 e.h. af Sveinbjörgu

13.3.04

Innflutningspartý

Þá erum við nú loksins búin að klára þetta ljóta próf og bíðum misspennt eftir niðurstöðunum. Minna en helmingurinn af bekknum mætti í prófið, þau hafa greinilega ekki jafn mikinn áhuga og við á því að sleppa við aprílprófið. Próflokunum var svo fagnað í gær með matarboði hjá Birninum. Hann var víst á þönum allan daginn að redda ýmsustu græjum fyri atburðinn, keypti sér pott og pönnu og diska og þess háttar. Hann hefur víst ekki lyst á að nota græjurnar sem eru í boðinu í eldhúsinu hans, segir að indverjarnir puttaþvoi græjurnar eftir að hafa gert sull í potti. Hann eldaði fyrir okkur dýrindis pastarétt með ís á eftir. Þetta var alveg 5 stjörnu máltíð, kannski að því undanskildu að ég þurfti að drekka hvítvínið mitt úr huges vatnsglasi :)
Í heimsókninni okkar þá hittum við "tröllkonuna" sem býr á hæðinni hans. Við vorum búin að sjá fyrir okkur, miðað við lýsingarnar hans Björns, einhverja 180 kílóa tveggja metra háa dömu. Ég varð nú eiginlega bara fyrir vonbrigðum þegar ég hitti bara ágætis konu sem var kannski í kringum fertugt og var kannski bara fáeinum kílóum yfir meðalþyngd. Hún eldaði samt tvisar á meðan við vorum þarna. Fyrst gerði hún einhverskonar kjötsúpu í risapotti og svo bjó hún sér til annan kvöldmat svona ca. klukkutíma síðar. Kannski það sé ástæðan fyrir að hún sé svona tröllkonuleg ?

Eftir matin fórum við á víkingapup á stúdentagarðabarnum. Þar átti ,samkvæmt auglýsingu, að vera hægt að drekka úr horni, borða víkingamat og stunda mök á loðfeldi. Ég kom nú ekki auga á loðfeldina en hitt stóðst. Víkingamaturinn virtist samt aðallega vera kartöflur! og svo fékk Björn Víkingur engan afslátt þó að hann bæri þetta ágæta nafn. Aðalvandamálið með Víkingapubbinn var nú samt að það var ekki neitt fólk þarna inni. Við stoppuðum því mjög stutt og ætluðum í staðinn á bar sem er hjá KTH. Það hlýtur að hafa verið eitthvað æðislegt að gerast þar af því að það kostaði morð fjár inn. Við Gummi skildum því Björn eftir þar og fórum bara heim.

Í dag ætla ég ekki að gera neitt mikið meira en að drekka kók og horfa á imbann. Vonandi eigið þið betri dag en ég...

Skrifað 12:38 e.h. af Sveinbjörgu

11.3.04

Prófdagurinn

Jæja, ætli ég hafi ekki logið eitthvað aðeins í gær, við þóttumst ekki læra neitt. Þrátt fyrir að mér finnist það mjög jákvætt að hafa upplestrarfrí fyrir lokapróf, þá er 11 daga frí voðalega mikið fyrir 1 próf sem maður er annars búin að vera duglegur að læra fyrir allan veturinn. Við reyndum að byrja að læra, en ákváðum að til þess að nenna að reikna á prófinu í dag þá væri ágætt að hætta bara. Við komumst í staðinn að því að við erum ekki neitt sérlega góð í að djamma á trompet og gítar með hundasólói í bakgrunn og fórum þess vegna í Ikea. Búðin hérna er reyndar svo stór að þegar við vorum hálfnuð í gegnum hana þá nenntum við ekki meir og fengum okkur bara pulsu. Búðin hér er bara 56 500 fermetrar, til samanburðar þá er ikea heima 9 200 fermetrar. Smá munur. Nú sit ég bara og bíð eftir prófinu, það byrjar ekki fyrr en klukkan 3 og er búið 8 í kvöld. Hálf ömurlegur tími eitthvað. Allir að krossa puttana plís, ég nenni nebblilega ekki í próf aftur í apríl.

Skrifað 11:44 f.h. af Sveinbjörgu

10.3.04

Fréttatóm

Héðan er EKKERT að frétta. Við förum í lokapróf í einum kúrsinum á morgun og svo byrjar nýr á mánudaginn. Við höfum því eiginlega bara verið heima að þykjast vera að læra. Mest spennandi gjörningurinn undanfarna daga var hugsanlega í gær þegar við fórum og borguðum reikning !!! Allavegana þá verður reynt að bæta úr lífleysinu eftir prófið á morgun, hugsanlega byrjum við bara að pakka :)

Skrifað 9:28 f.h. af Sveinbjörgu

5.3.04

Líf í Stokkhólmi

Ótrúlegt en satt þá komumst við að því í dag að það er raunverulega líf í Stokkhólmi í dag. Við drulluðum okkur nebblilega útúr húsi og rúntuðum um bæinn og nágranna sveitafélög. Byrjuðum á því að kaupa beljuglös svo að hægt verði að drekka mjólk í nýju íbúðinni. Næst fórum við og keyptum Betu. Það gæti hljómað voða skemmtilega en beta er raunverulega bara matematisk handbók sem verður voðalega gott að hafa með sér í próf í næstu viku. Þar á eftir rúntuðum við svo til Solna þar sem nýja íbúðin var skoðuð (við erum sem sagt tæknilega séð að flytja frá Stokkhólmi en samt nær miðbænum) . Hún er bara ægilega fín með voða lekkerum bláum flísum á baðherberginu og bara sæmilega stórum frysti :) Nöfnin okkar eru meira að segja komin á póstkassann og nú eru bara 14 dagar í flutning. Frá æðislegu íbúðinni númer 2 í Kungshamra 47 löbbuðum við svo á OK-bensínstöðina til að panta okkur sendibíl. Ég vissi reyndar ekki að við mættum keyra svona stóran bíl, en það þá vonandi hægt að koma öllu draslinu fyrir í fáum ferðum. Við þurfum bara núna að fara í samningaviðræður við sterka stráka á Stokkhólmssvæðinu á næstu dögum.... Allavegna þá enduðum við svo á því að fara í hið ofurhressa Systembolag sökum þess að í dag er föstudagur. Að sjálfsögðu fór lítið fyrir lærdómi, og mun gera það sem eftir lifir dags, og ég segi bara eins og sá lati, á morgun!

Skrifað 4:38 e.h. af Sveinbjörgu

2.3.04

Læra já

Héðan er svosem lítið að frétta. Ég skrópaði í síðasta tímanum í vikunni í gær sökum leiðinda slappleika. Við erum sem sagt byrjuð í upplestrarfríi þannig að við þurfum ekki að fara út úr húsi næstu 10 dagana. Það myndi reyndar örugglega gera hvern mann geðveikan, þannig að við hljótum nú að geta skroppið í eins og eina bæjarferð á tímabilinu. Allavegana þá er ég farin að reyna að læra.

Skrifað 10:19 f.h. af Sveinbjörgu

template © elementopia | image © istockphoto
Weblog Commenting by HaloScan.com
Myndir
Bloggiblogg
Snúllur og Dúllur
Póstur
Gestakort og Grín
Gamalt